Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til MBL.IS

http://www.dv.is/frettir/2008/11/6/mbl-lokar-zeitgeist-bloggara/

Í ljósi þess að öllum bloggsíðum sem minntust á zeitgeist var lokað á þeim vafasömu forsendum að skrifin tengdust ekki fréttinni höfum við ákveðið að gera hosur okkar grænar og leita að málamiðlun.

Fyrst skal það tekið fram að á síðunni www.mbl.is skilar leitarorðið "zeitgeist" ekki upp einni niðurstöðu.

Þar sem þarna eru til tvær myndir undir þessu nafni og sú fyrri er ein vinsælasta internet kvikmynd frá upphafi með 8.8 í einkunn á imdb.com er það með ólíkindum.

Með þessu móti vildu nokkrir einstaklingar nýta sér bloggsvæði ykkar til að koma þeirri staðreynd til skila að þessi mynd væri jú til, þrátt fyrir að hún væri ekki í orðaforða morgunblaðsins.

Þessi hörðu viðbrögð vekja spurningar um hvort vísvitandi sé verið að halda þessum upplýsingum frá lesendum síðunnar.

En að sjálfsögðu gerum við ekki ráð fyrir öðru en að svo sé ekki og biðjumst afsökunar ef aðgerðir okkar hafa farið fyrir brjóstið á starfsmönnum mbl.is, það er enginn að reyna að gera ykkur að óvin. Við erum bara að vekja athygli á þessum málstað.

Svo nú stöldrum við við og spyrjum, hvað nú?

Á aldrei að opna bloggsíður okkar aftur? Var þetta ófyrirgefanlegur glæpur?

Með þessum pósti viljum við senda boltann yfir til ykkar, vinsamlegast komið með skilmála sem ykkur finnst ásættanlegir hvað þetta varðar.

Nr. 1 - Hversu margar síður megum við samtals hafa er fjalla um þetta efni?

Nr. 2 - Hversu margar bloggfærslur á dag mætti hver síða birta um þetta efni? Fáum við útdeilt einhverskonar kvóta?

Nr. 3 - Hversu nákvæm þarf tengingin við fréttina að vera? Hver er ykkar skilgreining?

Ef þið gefið upp þessa skilmála skulum við fara eftir þeim, þetta er ykkar síða en þið verðið að vera skýrir á þessu svo við getum spilað eftir ykkar reglum.

Svo við biðjum ykkur nú að opna þessar síður aftur og svara þessum spurningum. Þið getið ekki bara lokað á okkur öll vegna þess að við höfum aðra skilgreiningu en þið varðandi hvað tengist hverju, sérstaklega þar sem við höfum aldrei fengið að heyra hver ykkar skilgreining á því er.

Og að lokum við vil ég auðvitað benda á myndina sem hægt er að horfa á ókeypis á netinu:

http://video.google.com/videosearch?q=zeitgeist+addendum&emb=0&aq=f#

Takk fyrir, "Áskorun til Rúv um að sýna heimildamyndina Zeitgeist Addendum" á facebook.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband